01 júní 2006

Speedy gonsales

Úff þá er önnin að vera búin í skólanum, og ég þarf að skila inn á mánudaginn, og ég lennti nú helsur betur í því á þriðjudaginn þegar þriðjuársnemar skiluðu inn BA verkunum sínum, wow þá var ekki hægt að vera bara heima og horfa á lélegt sjónvarp, úff fór út og það var svo geggjað að við vorum það kvöld á 3 stöðum, Drakes(sæti stúdenta pöbbin) River Bar(lélegt hipp hopp og skoru staður, en þar fær maður bjór á 1 pund) og síðast en ekki síst eithvað party á Dúfnahólum 10!!Tonbridge Road 65!! En því heimilisfangi var dreift útum allt fyrr um daginn og það kvöld, þannig að það var ýkt kúl að það voru alltaf svona 50-70 manns sem fylgdust alltaf að það kvöld, geðveikt svalt,
og getiði hvað ég var að sýna fullan víking daginn eftir, ég svaf í 4 tíma og mætti hress og kát kl 10 í skólan og var þar allan daginn!! sko mína! Enda var kvöldið algert helvíti...

Já þannig að hér er allt í skýjunum...veiveivei

knús

27 maí 2006

Myspace

Jæja þá er ég loks komin með myspace, þótt að ég sé ekki alveg búin að fatta það...en það kemur með kalda vatninu :)

annars þá er ég komin með sumarvinnu hjá Kynningsferðum að selja littlum túristum ferðir um ísland, og vinnutímarnir eru yndislegir, vinna eina viku frí hina ...mmmmm þá get ég loksins gert eithvað sniðugt, eithvað meira en að hanga bara , þannig að jeij!

allavegana hlakka til að sjá alla
knús

25 maí 2006

Coco Rosie, London og simafyrirtæki


Í gær fór ég loksinns til London í einhverjum öðrum tilgangi en til að komast uppá Standsted, vá hvað það var ógeðslega næs, ég og Marie fórum í geðveikt skemmtilegar pappírsbúðir og ein var alveg æðisleg, síðan 1700og súrkál algerlega falin inná milli allra hinna búðanna afþví það eru engar auglýsingar á henni og það sem hún selur er allt til ´traditional´bókagerðar, og að koma inní hana er eins og að fara aftur til 1900, heavy næs, þar keypti ég pappír sem er eins og dökkur viðarpanell frá 1950, geðveikt kúl !

Allavegana yfir í aðra sálma sem fleiri en ég hafa gaman af :) Í fyrradag hringdi ég soldið mikið heim til íslands og í gærmorgun, hringdi síminn og það var einhver vélræn rödd sem sagði að ég þyrfti að tala við einvhern, og hún(röddin) var með ´your call is very important to us, please hold the line´á repeat. Og ég hlýddi náttúrulega þar til loksins einhver svaraði, heyrðu þá var þetta símafyrirtækið mitt að hringja í mig til að tékka hvort að ég hefði ekki örugglega verið að hringja svona mikið til íslands! WOW...Big brotha in da house! það er naumast hvað verið er að fylgjast með manni mér var nú ekki alveg slétt sama, ég meina ók ég sé alveg góðuhliðina, en æ veistu ég er ekki alveg að fíla það að daginn eftir að ég hringi mikið til íslands þá eru þeir on to you....ojojojoj.

Annars þá var Selma tónlistarsnillingur að kynna mér fyrir en einu klikkuðu bandinu, Coco Rosie, vá vá vá ýmindið ykkur suðurkarabískt blús með Billy Holliday hamingju vúdú sjóræningjadætra söngur með frönksum dívu innblástri, í bland við sætustu electó hljóð veraldar, skrýtin en yndisleg tónlist. Þær eru systur og sú sem syngur lærði víst óperu á ítalíu enginn vildi heyra í henni þar þannig að hún stakk af til Frakklands með systur sinni, hafði alltaf verið heilluð af gospel söng og þannig er röddin hennar one of a kind, æðislegt, ég er alveg ástfangin sérstakelga eitt lag sem heititr Techno Lover og er hörpuspil sæt rafhljóð gospel kór og hún syngjadi og tekið uppá einhverja gamla græju þennig að þetta hljómar geðveikt gamalt...mmmmmm

vievei annars er það í fréttum að ég kem heim 15.júní, gaman!!!!!!!!!

17 maí 2006

90% sem betur fer ekki 100%

Jæja í gær var nú alveg dagur helvítis!! ég átti sumsé að skila inn áættlun eða tillögu að BA ritgerðinni minni og málið var að í seinustu viku varð ég að breyta um skoðun því það sem ættlaði að skrifa um hafði engar heimildir...glatað, þannig að ég hafði eina helgi og mánudaginn til að skella þessu öllu saman!!! og ég rétt slapp með að skila henni inn 2 tímum fyrir að fresturinn rann út, arg og gar, ég er ekki mjög stollt en ég náði að skila og sem betur fer hefur þetta engin áhrif á lokaeinkunina mína næsta vor... hjúkket

Annars þá átti Tómas félagi minn afmæli í gær og að hætti Finna var að sjálfsögðu bolla..með 90% spíra frá Kýpur, trúði mér það er það hættulegasta sem ég veit um, ég komst ekki í skólan í dag af því að ég held engu niðri!
En maður verður að taka afleiðingum gjörð sinna er það ekki :(

jammsipamms svona er nú stúdentalífið spíri og æla, hahahha
allavegana knús og kremj

11 maí 2006

Confetti


Hæ sorrí hvað það er langt síðan ég bloggaði ég veit ég er lúði, en ég hef góða afsöknun, veðrið hérna geriri það að verkum að það er ekki hægt að hanga heima yfir tölvunni, best er að vera úti dag og nótt, eins og á þriðjudag það var nú soldið súrt þá sátum við úti um kvöldið að sötra og það kom þrumuveður en engin rignin þannig að undir berum eldingunum sátum við og sötruðum! HA sýra..

annars þá fór ég í bíó í gær, að sjá mynd sem heitir Confetti, bresk gamanmynd með hetjunni minni Jesica Stevenson (Dasy í Spaced) en myndin fjallar um brúðkaupstímarit sem heldur keppni um flippaðasta brúðkaupið og þeir sem urðu valin voru náttúru-ista par (fólk sem er alltaf alsbert) tennispar (par sem getur ekki hætt að vera að keppast um allt í heiminum og ivll halda tennis brúðkaup) og söngvamyndapar (par sem vill að athöfnin verði eins og brot úr söngvamynd frá 1930 og silja syngja allt)
Æ það er bara svo gaman að sjá gaman myndir sem eru ekki byggðar upp á hinu týpíska hollívúdd kerfi þar sem mynd byrjar-kynning á karakterum-hamingja-eithvað slæmt gerist-sálarkreppa-allir sættast-allir sættast og kyssast fyrir framan milljón mans og milljón manns klappa.
Þannig að það er ekkert risa plott heldur bara sæt mynd sem er rugl fyndin.
knús!

29 apríl 2006

Klukkklukk frá Láru!

ég var sumsé klukkuð af Láru, en þetta var nú líka soldið gabbi klukk!
1. Which book has made the greatest impact on you? Either as a good read or as a "aha" experience?
Þetta kemur nú svo erfitt að hér eru nokkrar sem ég get ekki valið á milli:
Völuspá, Stardust(Neil Gaiman), A Theifs journal(Jean Genet), American Gods (Gaiman) og Anancy boys(Gaiman)

2. Which genre do you read most? Novels, crime-stories, biographie.s, poetry or something else?
Humm... ættli það sé ekki barasta, ævintýrasögur, eins lengi og það er nóigu mikill drami og húmor þá er ég sátt ;)

3. What was the last book you read?
Villibirta eftir einhverja sænska krimmakonu, hún var ágæt, eins og krimmar eru oftast!

4. Which sex are you?
no comment

Og svo er rúsínan í pylsuendanum!! Ef þú hefur lesið þetta gersamlega tilgangslausa bull þá ertu klukkaður!!!hehehehe

22 apríl 2006

Love actually...shit


Jæja þá er ég komin heim í heiðardalinn í Bretlandi, það er svosem ágætt, sólin skín, blómin springa, pils og huggulegheit. Páskarnir búnir og ég finn að þeir hafa haft pínu áhrif á heilastarfsemina, ekki eins hröð og hún á að sér að vera, en það er jú oft tíður fylgifiskur þegar mikil drykkja hefur verið. Þannig að ég get bara sjálfri mér um kennt. ;)

annars þá er ég sármóðguð útí alla þá sem sögðu mér að Love Actually væri góð mynd... Hún er það mesta rusl sem ég hef nokkurntíman séð! Kommon eruð þið í alvöru ekki að grínast???? Þegar gaurinn fer til að hitta portúgölskustepluna?? og biður hana að giftst sér?? fyrir framan alla á staðnum??? þau þekkjast ekkert??? og svo til að toppa hallærið...ALlir fara að klappa!!!!????? Ég er alger sökker fyrir væmni en fyrr má nú vera að svona hræðilegar myndir séu gerðar, í alvöru... vá ég bara er við það að fá hjartaáfall hérna. Gersamlega innihaldslaus mynd. já ...og Hugh Grant, karakterinn hans...hver var það ??? kommon engin dýpt á karakterum, þetta er bara svona labb mynd, þar sem allir eru bara að labba á milli atriða, engin dýpt, ég sver það mér finnst að það sé verið að gera lítið úr viti mínu. vá krakkar ;)

annars þá er ég farin útí sólin að lesa íslenskar þjóðsögur, veiveivei, með Wilco í botni hann er æðið mitt þessa dagana, hefur einhver hlustað á lagið ´Radio Cure´ af Hotel Foxtrot plötunni? ohh það er æði, frábært lag, elska þegar indie-gítarstrákar lauma inn fullt af electro hljóðum og orgelum, veiveivei.

Allavegana knús og kossar! og sól í poka :)